Byrjuð að vinna..

Já ég er loksins byrjuð að vinna, eða allavega byrjuð á námskeiðum. Það dugar ekkert minna en viku skóli  í MH frá 8-16 í sálfræði og skyndihjálp og ýmsu öðru þegar þú ætlar að vera flokkstjóri í unglingavinnunni í Rvk.. Woundering mörg áhugaverð námskeið reyndar.. svo er ég líka að vinna hjá féló í kópavogi eins og ég hef gert í vetur.

Eftir að ég kom að austan var ég að hangsa í viku (vann í 2 daga) og upplifði jarðskjálftann, Loftur er frekar mikið að vinna þannig að þetta var pínu skrýtið, spurning hvort ég kunni ekki að vera ein í fríi, hefði alveg viljað hafa Loft eða systur mínar í fríi með mér, en ég lifði þetta af Wink Loftur var svo í fríi um helgina og við skelltum okkur í kringluna, Bláa Lónið (kostaði btw 2300 kr á mann ofan í) svo fórum við á afmælishátíð hjá Hafnarfirði á sjómannadaginn. Ég verð að viðurkenna að það var pínu skrýtið að vera ekki heima á sjómannadaginn, fara ekki út á sjó með afa og fara ekki til ömmu í hangikjöt.. en við semsagt fórum á afmælishátíðina og fengum okkur kökuna frægu (sem var einhverjir metrar), Jónsi sá um fjörið og stóð sig auðvitað mjög vel, við hittum hann svo eftir þetta og smelltum afmæliskoss á hann en kappinn varð 31 árs Smile Ég hugsaði með mér þegar við löbbuðum í burtu að bílnum og Jónsi átti eftir að árita um 50 hendur og blöð og láta taka álíka margar myndir af sér hvað maður þarf örugglega svakalega þolinmæði til að höndla það að vera frægur. Whistling

Svo byrja krakkarnir í unglingavinnunni á mánudaginn ég verð með Laugardalinn og ég hlakka bara til að sjá þau, þekki ekki einn ungling hérna í hverfinu enda er þetta aðeins öðruvísi en heima, þar sem allir þekkja alla,  æ það er voða nice Wink

Ætla svo að enda þetta á youtube myndbandi sem ég stal hjá Fanný bloggvinkonu minni LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga Ingibjörg Gunnarsdóttir
Helga Ingibjörg Gunnarsdóttir

Ég er 23 ára Norðfirðingur :) Ég er að læra félagsráðgjöf í H.Í og bý með kærastanum mínum, honum Lofti í Reykjavík..

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • .
  • ..
  • P8292126
  • P8292076
  • eg og bon jovi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband