Hún litla systir mín..

Helena ''litla'' systir mín fékk núna í morgun bjartsýnisverðlaun Stulla en það eru verðlaun sem eru veitt á hverju ári í barnaskólanum heima, það er mikill heiður að fá þessi verðlaun og er þetta alltaf mjög skemmtileg og tilfinningaþrungin athöfn. Til hamingju Helena mín Wink

Tekið af heimasíðu Nesskóla: www.nesskoli.is

Í morgun voru bjartsýnisverðlaun Stulla afhent. Verðlaunin að þessu sinni hlaut Helena Kristín Gunnarsdóttir nemandi í 10. EÞK. Helena er vel að þessum verðlaunum komin. Hún er nemandi sem leggur sig alltaf 100% í öll verkefni, hún er mjög hjálpsöm við aðra, er góð fyrirmynd í íþróttum og er m.a. í unglingalandsliðinu í blaki. Foreldrum var að þessu sinni boðið að vera viðstaddir verlaunaafhendinguna, gaman var að sjá að móðir Helenu var viðstödd. Undrunin þegar tilkynnt var um verðalunahafann minnti á Óskarsverðlaunaafhendinguna, eða eins og sagt er stundum: Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Verðlaunin eru nú afhent í sjöunda sinn en til þeirra var stofnað af heiðurshjónunum og kennurunum Grími Magnússyni og Sybillu Guðmundsdóttur. Verðlaunin eru til minningar um Sturlaug Einar Ásgeirsson sem var hér nemandi en lést úr taugasjúkdómi árið 2001. Stulli eins og hann var alltaf kallaður er einn eftirminnilegasti nemandi skólans, þrátt fyrir erfið veikindi var hann æðrulaus, glaðlyndur og alltaf bjartsýnn.

Helena


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Til hamingju með hana systur þína. Þú hefðir örugglega fengið þessi verðlaun hefði verið byrjað að úthluta þeim þegar þú varst á hennar aldri. Gleðilegt sumar.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 24.4.2008 kl. 10:51

2 Smámynd: Helga Ingibjörg Gunnarsdóttir

Takk fyrir það Elma  Gleðilegt sumar.

Helga Ingibjörg Gunnarsdóttir, 24.4.2008 kl. 21:20

3 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Hún átti þetta svo sannarlega skilið. Til hamingju með systur þína.

Eysteinn Þór Kristinsson, 29.4.2008 kl. 07:50

4 Smámynd: Helga Ingibjörg Gunnarsdóttir

Takk Eysteinn

Helga Ingibjörg Gunnarsdóttir, 29.4.2008 kl. 16:14

5 identicon

Innilega til hamingju með hana Helenu..ég efast ekki um að þetta eigi hún fyllilega skilið....gaman að heyra hvað "móðirnn" var hissa..hehe, sé hana alveg fyrir mér:)

kv. að norðan

Helga Kristín (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 20:23

6 Smámynd: Helga Ingibjörg Gunnarsdóttir

Takk Helga :) já ég veit ekki hvor var meira hissa mamma eða Helena, hehe :) En gangi þér vel í prófalestrinum..

Helga Ingibjörg Gunnarsdóttir, 4.5.2008 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga Ingibjörg Gunnarsdóttir
Helga Ingibjörg Gunnarsdóttir

Ég er 23 ára Norðfirðingur :) Ég er að læra félagsráðgjöf í H.Í og bý með kærastanum mínum, honum Lofti í Reykjavík..

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • .
  • ..
  • P8292126
  • P8292076
  • eg og bon jovi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband