Að verða fullorðin..

Tvær æskuvinkonur mínar eru búnar að gifta sig á þessu ári, fyrst Helga Kristín (en við vorum eins og samlokur í mörg mörg ár) og svo Natalía (kynntumst örugglega 2 ára). En við semsagt vorum í brúðkaupi hjá Natalíu núna á laugardaginn, mikið svakalega var athöfinin falleg, veðrið æðislegt og maturinn frábær, Natalía var eins og prinsessa, strákarnir hennar tveir algjörir englar og allt heppnaðist hrikalega vel og það besta var að hann Loftur minn var í fríi Joyful Þetta var ekki alveg brúðkaup eins og flestir hafa farið í, en þau skötuhjú eru ásartrúar og var athöfnin því ekki haldin í kirkju. Jónína alsherjagoði (sem kenndi okkur teikningu í den) gaf þau saman undir berum himni, enda var veðrið æðislegt og kyrrðin algjör þarna í Hvalfirðinum. Mikið svakalega var gott að komast aðeins í burtu frá sírenuvæli og umferð Pinch

Bróðir minn var að útskrifast úr Háskólanum á Akureyri með B.A í sálfræði núna á laugardaginn. Meðan ég var að skrifa þetta var svo Heiða Elísabet litla systir mín að adda mér á msn, mér finnst hún hafa fæðst í fyrra en hún er fædd árið 2000, það eru semsagt allir að verða fullorðnir í kringum mig.. Veit ekki alveg hvað ég get gert til að finnast ég vera fullorðin Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehe jamm allir að verða fullorðinir :p.. en já hún er alveg sjúk í að vera inná msn haha.

en heyri í þér ;)

Helena (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 20:38

2 Smámynd: Helga Ingibjörg Gunnarsdóttir

Já bara fyndið að tala við hana :) heyrumst og sjáumst eftir ekki svo marga daga, ekki satt?

Helga Ingibjörg Gunnarsdóttir, 18.6.2008 kl. 21:23

3 identicon

já bara eftir 5-6 daga;).. en já heyri í þér.

Helena (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 22:52

4 Smámynd: Rut Rúnarsdóttir

þú ert nú soldið fullorðin, trúlofuð og svona :)

En Jónína... heitir hún Jónína Kristín Berg eða eitthvað þannig?

hún var bekkjarkennarinn minn þegar ég var íííí..svona 5. eða 6. bekk og kenndi líka teikningu ;)

Rut Rúnarsdóttir, 23.6.2008 kl. 23:11

5 Smámynd: Helga Ingibjörg Gunnarsdóttir

hehe já satt Rut  En heyrðu já hún heitir Jónína kristín Berg, haha lítill heimur

Helga Ingibjörg Gunnarsdóttir, 25.6.2008 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga Ingibjörg Gunnarsdóttir
Helga Ingibjörg Gunnarsdóttir

Ég er 23 ára Norðfirðingur :) Ég er að læra félagsráðgjöf í H.Í og bý með kærastanum mínum, honum Lofti í Reykjavík..

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • .
  • ..
  • P8292126
  • P8292076
  • eg og bon jovi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband