Þróttur NES - HK

Það var þvílík spenna á Þróttur NES - Þróttur RVK í blaki í Laugardagshöllinni í dag, Þróttur N vann auðvitað LoL staðan var 3-2 og fór síðasta hrinan 15-12. Ég var orðin nett stressuð á áhorfendapallinum, held að Helena systir hafi verið ennþá meira stressuð þar sem hún var að keppa þennan leik ;) á morgun verður svo úrslitaleikurinn þar sem Þróttur N mætir HK í laugardalshöll kl: 14:00.

Um síðustu helgi unnu þær Fylki með miklum yfirburðum, við Loftur fórum á föstudagsleikinn og vorum 2 af 3 áhorfendum, en það voru mun fleiri á laugardeginum en þá fór ég ein þar sem Loftur var að vinna.. Helena kom svo og gisti eina nótt, en hún er núna alltaf í Rvk að keppa, man hvað þetta var gaman, MIKIÐ svakalega langar mig í BLAK aftur Pinch 

Við hittumst nokkrar stelpur í vikunni, gömlu bekkjarsysturnar, borðuðum kökur, heita rétti og fleira og spjölluðum, bara gaman :) Svo fórum við Loftur á Brúðgumann, kom á óvart, hrikalega góð mynd og vel leikin. Fórum reyndar fyrir myndina á pizza hut í smáralindinni og ekki í fyrsta sinn þar sem við komum ekkert sérlega happy þaðan út, við munum því ekki fara þangað á næstunni Angry

Annars  förum við ekki austur um páskana þar sem mamma, pabbi og Heiða skíðadrottning verða í bænum um páskana, hlakka til að bjóða þeim í mat í fyrsta skipti og ótrúlegt en satt, þá verður Loftur ekki að vinna... Smile

Þar sem það er eeeeendalaus lærdómur hjá mér ákvað ég að elda eitthvað gott í kvöld (þótt ég sé ein heima) og varð lambafille fyrir valinu, jammí. Ætla að læra eins mikið og ég mögulega get fyrir páskana til að fá smá frí með fjölsk. um páskana :) ætla samt að skella mér í sjópottinn og gufu í laugardalslauginni í fyrramálið, veit fátt betra Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Hæ! Leiðinlegt að þið komið ekki austur um páskana. Kysstu Loft frá mér. Ég þarf að kíkja til ykkar næst þegar ég kem suður. Heyrumst, kæra bloggvinkona

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 16.3.2008 kl. 19:23

2 identicon

Þú og þín lambafille haha :)

Sjáumst á morgun skvísa

Vilborg (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 23:29

3 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Sæl vinkona. Ég get trúað að þið hafið verið spenntar, ég var friðlaus í fermingarveislunni sem ég var í fyrr en ég fékk SMS frá Bobbu, sem hljóðai svona: We are the Champion...

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 17.3.2008 kl. 10:00

4 Smámynd: Helga Ingibjörg Gunnarsdóttir

Hæ Gummi,  ég skal kyssa Loft fyrir þig  Já  þú verður endilega að kíkja í heimsókn næst þegar þú ert á ferðinni 

 Vilborg, ég verð að bjóða ykkur Möggu í lambafille einhverntímann  

Elma, já þetta var svakalegur leikur og gaman að sjá hvað það mættu margir stuðningsmenn, frábært líka að sjá hvað okkar stelpur ætluðu sér að vinna og gerðu það sko sannarlega  Bobba átti mörg góð smöss..

Helga Ingibjörg Gunnarsdóttir, 17.3.2008 kl. 12:04

5 identicon

Smassarinn ógurlegi  Þetta var rosalega gaman og þú mátt sko vera stolt af systur þinni, hún stóð sig eins og hetja.

Bobba (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 23:10

6 Smámynd: Helga Ingibjörg Gunnarsdóttir

Takk Bobba, ég er mjög stolt af henni, er eiginlega bara mjög stolt að vera þróttari eftir svona leik

Helga Ingibjörg Gunnarsdóttir, 18.3.2008 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga Ingibjörg Gunnarsdóttir
Helga Ingibjörg Gunnarsdóttir

Ég er 23 ára Norðfirðingur :) Ég er að læra félagsráðgjöf í H.Í og bý með kærastanum mínum, honum Lofti í Reykjavík..

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • .
  • ..
  • P8292126
  • P8292076
  • eg og bon jovi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 388

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband