Gleðilega páska

Annar í páskum og við erum bara búin að hafa það mjög gott Smile Tókum forskot á sæluna og keyptum okkur svaka fína macbook fartölvu á miðvikudaginn, þannig að bráðum verður Loftur orðinn tölvunörd ;) Á fimmtudaginn var Loftur að vinna, ég eyddi því deginum með mömmu, pabba og Heiðu Elísabetu en þau komu suður um páskana í fermingu, við fórum í sund og höfðum það huggulegt, þegar ég svo sótti Loft um fimm þá gaf hann mér handgert dökkt páskaegg frá Hafliða Ragnars, hrikalega flott, útskorið með gylltu súkkulaði. Ég opnaði það auðvitað ekki í gær, ætla að eiga það aðeins lengur, enda áttum við 4 egg Blush eigum þau reyndar enn, aðeins búið að kíkja á innihaldið og málsháttinn ;)

svo erum við jú búin að fara á skauta með öllum systkinum pabba og út að borða með  þeim, búin að gefa öndunum með Heiðu systir, búin að fara í fermingu og borða á okkur gat, skoða nýju tölvuna, borða páskaegg og halda matarboð. En í gær (páskadag) buðum við mömmu, pabba, Helenu og Heiðu í mat. Loftur eldaði svakalega gott nautakjöt, mmm... það alveg bráðnaði upp í manni InLove ég svo sá um eftirréttinn og gerði franska súkkulaði köku og rjóma - súkkulaði rúllutertu með jarðaberjum.

En ætla að fara að skella mér í sund með famelíunni, veit fátt betra en að skella sér í sjópottinn og gufu í laugardalslauginni Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það fer að vaxa á þig sporður eftir sjópottinn

Vilborg (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 13:29

2 Smámynd: Helga Ingibjörg Gunnarsdóttir

haha já

Helga Ingibjörg Gunnarsdóttir, 26.3.2008 kl. 16:25

3 identicon

Hæ sæta.. Mig langar í nýtt blogg :)

Heiða yndi!! Hún sagði að ég hafi sent sér sms um kynið?? hmmmm??? Hefur hún nú ekki misskilið e-d?? hahah

Sjáumst skvís.

JókaSmára (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 21:32

4 Smámynd: Helga Ingibjörg Gunnarsdóttir

haha, ætli það hafi ekki verið óskhyggja ;) Ég sendi mömmu sms þegar þau voru að keyra austur og bað hana að segja Heiðu fréttirnar, gæti verið það ;)

Helga Ingibjörg Gunnarsdóttir, 1.4.2008 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga Ingibjörg Gunnarsdóttir
Helga Ingibjörg Gunnarsdóttir

Ég er 23 ára Norðfirðingur :) Ég er að læra félagsráðgjöf í H.Í og bý með kærastanum mínum, honum Lofti í Reykjavík..

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • .
  • ..
  • P8292126
  • P8292076
  • eg og bon jovi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband