23.4.2008 | 14:35
Hún litla systir mín..
Helena ''litla'' systir mín fékk núna í morgun bjartsýnisverðlaun Stulla en það eru verðlaun sem eru veitt á hverju ári í barnaskólanum heima, það er mikill heiður að fá þessi verðlaun og er þetta alltaf mjög skemmtileg og tilfinningaþrungin athöfn. Til hamingju Helena mín
Tekið af heimasíðu Nesskóla: www.nesskoli.is
Í morgun voru bjartsýnisverðlaun Stulla afhent. Verðlaunin að þessu sinni hlaut Helena Kristín Gunnarsdóttir nemandi í 10. EÞK. Helena er vel að þessum verðlaunum komin. Hún er nemandi sem leggur sig alltaf 100% í öll verkefni, hún er mjög hjálpsöm við aðra, er góð fyrirmynd í íþróttum og er m.a. í unglingalandsliðinu í blaki. Foreldrum var að þessu sinni boðið að vera viðstaddir verlaunaafhendinguna, gaman var að sjá að móðir Helenu var viðstödd. Undrunin þegar tilkynnt var um verðalunahafann minnti á Óskarsverðlaunaafhendinguna, eða eins og sagt er stundum: Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Verðlaunin eru nú afhent í sjöunda sinn en til þeirra var stofnað af heiðurshjónunum og kennurunum Grími Magnússyni og Sybillu Guðmundsdóttur. Verðlaunin eru til minningar um Sturlaug Einar Ásgeirsson sem var hér nemandi en lést úr taugasjúkdómi árið 2001. Stulli eins og hann var alltaf kallaður er einn eftirminnilegasti nemandi skólans, þrátt fyrir erfið veikindi var hann æðrulaus, glaðlyndur og alltaf bjartsýnn.
Tenglar
Vinir
- Sæa
- Rut Grundafjarðarmær :)
- Helga Rósa
- Kalli Bróðir
- Hulda Björk
- Borghildur
- Jóhanna Smára
- Pálína
- Anna Hlíf
- Magna
- Ellen
litlu vinir mínir :)
- Dagur Snær sonur Helgu K og Binna
- Arndís Lilja dóttir Helgu Rósu og Geirs
- Alexander Máni
- Alexandra Ösp
- Finnur Örn sonur Ingibjargar og Ómars
- Hugrún Magnea lítil frænka (dóttir Ísaks og Drafnar)
- Oddrún Eik Dóttir Önnu Hlífar og Bjarka
- Gabríel Ísak og Bjarki Fannar synir Myrru og Hjalta
- Litli Prins Jóhönnu og Willa Litli prins Jóhönnu og Willa
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með hana systur þína. Þú hefðir örugglega fengið þessi verðlaun hefði verið byrjað að úthluta þeim þegar þú varst á hennar aldri. Gleðilegt sumar.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 24.4.2008 kl. 10:51
Takk fyrir það Elma Gleðilegt sumar.
Helga Ingibjörg Gunnarsdóttir, 24.4.2008 kl. 21:20
Hún átti þetta svo sannarlega skilið. Til hamingju með systur þína.
Eysteinn Þór Kristinsson, 29.4.2008 kl. 07:50
Takk Eysteinn
Helga Ingibjörg Gunnarsdóttir, 29.4.2008 kl. 16:14
Innilega til hamingju með hana Helenu..ég efast ekki um að þetta eigi hún fyllilega skilið....gaman að heyra hvað "móðirnn" var hissa..hehe, sé hana alveg fyrir mér:)
kv. að norðan
Helga Kristín (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 20:23
Takk Helga :) já ég veit ekki hvor var meira hissa mamma eða Helena, hehe :) En gangi þér vel í prófalestrinum..
Helga Ingibjörg Gunnarsdóttir, 4.5.2008 kl. 13:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.