Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

sund léttir lund.. eða hvað?

Var ekki alltaf verið að tala um að sund eigi að létta fólki lundina? Ég nenni sko ekki í sund í laugardagslauginni þessa daganna þar sem að eina umræðuefnið er kreppan, fólk að rífast um hver gerði hvað og hverjum sé hægt að kenna um..

Annars gengur skólinn bara vel, prófin verða frá 4. des - 15.des og ég er alveg svakalega sátt við það, ég hef alltaf verið búin í kringum 22.des. Við eigum reyndar ekki flug fyrr en 22.des þar sem Loftur er að vinna.. Ég ætla bara að njóta þess að vera í fríi, pakka inn gjöfunum og skrifa jólakort og svona Smile Jóladótið er byrjað að koma í Hagkaup og rúmfó og fleiri búðir, ekki seinna vænna það er komin október LoL

Svo átti mamma afmæli í gær, 45 ára. Hún bauð fjölskyldunni í smá boð um helgina og mikið svaaaakalega langaði mig að vera heima þá.. Kökur, tertur, heitir og kaldir réttir hertóku borðin eins og svo oft áður LoL

En er ekki málið að fara að horfa á dr.Phil og fá sér eitthvað að borða til að hafa orku í að læra í kvöld..

-- Helga Ingibjörg - - facebook fíkill.. Alien


Höfundur

Helga Ingibjörg Gunnarsdóttir
Helga Ingibjörg Gunnarsdóttir

Ég er 23 ára Norðfirðingur :) Ég er að læra félagsráðgjöf í H.Í og bý með kærastanum mínum, honum Lofti í Reykjavík..

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • .
  • ..
  • P8292126
  • P8292076
  • eg og bon jovi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband