Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
24.3.2008 | 10:45
Gleðilega páska
Annar í páskum og við erum bara búin að hafa það mjög gott Tókum forskot á sæluna og keyptum okkur svaka fína macbook fartölvu á miðvikudaginn, þannig að bráðum verður Loftur orðinn tölvunörd ;) Á fimmtudaginn var Loftur að vinna, ég eyddi því deginum með mömmu, pabba og Heiðu Elísabetu en þau komu suður um páskana í fermingu, við fórum í sund og höfðum það huggulegt, þegar ég svo sótti Loft um fimm þá gaf hann mér handgert dökkt páskaegg frá Hafliða Ragnars, hrikalega flott, útskorið með gylltu súkkulaði. Ég opnaði það auðvitað ekki í gær, ætla að eiga það aðeins lengur, enda áttum við 4 egg eigum þau reyndar enn, aðeins búið að kíkja á innihaldið og málsháttinn ;)
svo erum við jú búin að fara á skauta með öllum systkinum pabba og út að borða með þeim, búin að gefa öndunum með Heiðu systir, búin að fara í fermingu og borða á okkur gat, skoða nýju tölvuna, borða páskaegg og halda matarboð. En í gær (páskadag) buðum við mömmu, pabba, Helenu og Heiðu í mat. Loftur eldaði svakalega gott nautakjöt, mmm... það alveg bráðnaði upp í manni ég svo sá um eftirréttinn og gerði franska súkkulaði köku og rjóma - súkkulaði rúllutertu með jarðaberjum.
En ætla að fara að skella mér í sund með famelíunni, veit fátt betra en að skella sér í sjópottinn og gufu í laugardalslauginni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.3.2008 | 21:21
Þróttur NES - HK
Það var þvílík spenna á Þróttur NES - Þróttur RVK í blaki í Laugardagshöllinni í dag, Þróttur N vann auðvitað staðan var 3-2 og fór síðasta hrinan 15-12. Ég var orðin nett stressuð á áhorfendapallinum, held að Helena systir hafi verið ennþá meira stressuð þar sem hún var að keppa þennan leik ;) á morgun verður svo úrslitaleikurinn þar sem Þróttur N mætir HK í laugardalshöll kl: 14:00.
Um síðustu helgi unnu þær Fylki með miklum yfirburðum, við Loftur fórum á föstudagsleikinn og vorum 2 af 3 áhorfendum, en það voru mun fleiri á laugardeginum en þá fór ég ein þar sem Loftur var að vinna.. Helena kom svo og gisti eina nótt, en hún er núna alltaf í Rvk að keppa, man hvað þetta var gaman, MIKIÐ svakalega langar mig í BLAK aftur
Við hittumst nokkrar stelpur í vikunni, gömlu bekkjarsysturnar, borðuðum kökur, heita rétti og fleira og spjölluðum, bara gaman :) Svo fórum við Loftur á Brúðgumann, kom á óvart, hrikalega góð mynd og vel leikin. Fórum reyndar fyrir myndina á pizza hut í smáralindinni og ekki í fyrsta sinn þar sem við komum ekkert sérlega happy þaðan út, við munum því ekki fara þangað á næstunni
Annars förum við ekki austur um páskana þar sem mamma, pabbi og Heiða skíðadrottning verða í bænum um páskana, hlakka til að bjóða þeim í mat í fyrsta skipti og ótrúlegt en satt, þá verður Loftur ekki að vinna...
Þar sem það er eeeeendalaus lærdómur hjá mér ákvað ég að elda eitthvað gott í kvöld (þótt ég sé ein heima) og varð lambafille fyrir valinu, jammí. Ætla að læra eins mikið og ég mögulega get fyrir páskana til að fá smá frí með fjölsk. um páskana :) ætla samt að skella mér í sjópottinn og gufu í laugardalslauginni í fyrramálið, veit fátt betra
Bloggar | Breytt 16.3.2008 kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.3.2008 | 16:42
Styttist í páskana
Tíminn líður svo hratt að það er alltaf stutt í eitthvað spennandi núna eru það páskarnar sem eru næstir.. þeir sem þekkja mig vita að ég er nammigrís og fæ mér því eitthvað stórt og flott páskaegg, ég sé nú samt bara um að borða innihaldið og Loftur sjálft eggið ;) í fyrra fékk ég alveg svakalega flott franskt páskaegg frá Lofti en hann var einmitt í Frakklandi á skíðum rétt fyrir páskana.. Mamma, Pabbi og stelpurnar verða svo í bænum um páskana þannig að það verður eflaust brjálað stuð..
Síðustu helgi eyddi ég í 100% afslöppun í firðinum fagra, ahh... hvað það var notalegt að vera heima hjá mömmu, kaf snjóaði og var ekta ''inni afslöppunarveður''
Næstu helgi og reyndar allar helgar í Mars verður Helena systir að keppa í bænum (keppa í blaki með meistaraflokk) og ég ætla að sjálfsögðu að kíkja á leikina, þær byrja á að keppa við Fylki um helgina, vona að Loftur komist með
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Vinir
- Sæa
- Rut Grundafjarðarmær :)
- Helga Rósa
- Kalli Bróðir
- Hulda Björk
- Borghildur
- Jóhanna Smára
- Pálína
- Anna Hlíf
- Magna
- Ellen
litlu vinir mínir :)
- Dagur Snær sonur Helgu K og Binna
- Arndís Lilja dóttir Helgu Rósu og Geirs
- Alexander Máni
- Alexandra Ösp
- Finnur Örn sonur Ingibjargar og Ómars
- Hugrún Magnea lítil frænka (dóttir Ísaks og Drafnar)
- Oddrún Eik Dóttir Önnu Hlífar og Bjarka
- Gabríel Ísak og Bjarki Fannar synir Myrru og Hjalta
- Litli Prins Jóhönnu og Willa Litli prins Jóhönnu og Willa
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar