Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Prófsýningar eru nauðsynlegar...

Allavega í H.Í, er búin að fá sundurliðun á 3 einkunum hjá mér og allar voru þær rangar.. fékk eitt fall og sendi kennaranum beiðni um sundurliðun þá kom í ljós að í raun hefði ég fengið 8 á prófinu.. Woundering svo fékk ég hringingu í morgun frá einum kennara sem baðst afsökunar á því að hafa gefið mér vitlaust og ætlaði að laga það sem fyrst. Þannig að það er nauðsynlegt að fara á prófsýningar ég hef hækkað á þeim öllum á þessari önn útaf ''tæknimistökum kennara''. En ég er mjög sátt með einkunnirnar mínar eftir leiðréttingarnar Wink 

                                                                Annars er ég komin suður aftur, bara æðislegt fyrir austan, geðveikt veður og 100 % afslöppun, en það var auðvitað líka gott að koma suður til Lofts aftur InLove


afslöppun á hótel mamma :)

Hvað er betra en að slappa af eftir próf hjá mömmu LoL Við Loftur keyrðum austur á fimmtudaginn síðasta og höfðum það nice yfir helgina, grill, tertur og fleira góðgæti LoL Loftur keyrði svo heim á sunnudaginn og ég verð viku lengur. Skrýtið að koma heim eftir prófin og byrja ekki strax að vinna, heldur vera bara í ''heimsókn'' og fara svo aftur suður...

Við Heiða systir erum búnar að bralla ýmislegt, á milli þess sem ég fer í tölvuna spennt að bíða eftir einkunn , er komin með þrjár og er bara mjög sátt Smile Í dag var svo skemmtun bekknum hennar Heiðu og hún vildi endilega bjóða mér en þar sem aðeins foreldrum var boðið ákvað ég nú að vera heima, þegar skemmunin var að byrja þá hringdi pabbi og sagði að ég mætti endilega koma, Heiða var búin að tala við kennarann og fá leyfi, hehe og ekki nóg með það heldur var hún búin að skrá mig í spurningarkeppni, en í henni unnum við Sigga Þrúða og Unnur Ása, Steinar löggu og tvo aðra pabba Tounge Svo höfðu allir bakað og komið með eitthvað gómsætt með sér, við Jóhanna Smára sáum um að smakka Wink og vorum mjög sáttar...

En ætla að fara að fá mér göngu eða eitthvað í góða veðrinu, veitir ekki af eftir svona kökuát Halo


prófin búin og sumarið tekið við :)

Jæja þá eru prófin loksins búin og sumarið komið (það kom nú reyndar löngu áður en prófin kláruðust) fólk er byrjað að slá garða og krakkarnir fá að leika sér úti eftir kvöldmat Smile Þetta verður mitt fyrsta sumar í Reykjavík..

Á morgun ætlum við svo að bruna austur og ég get varla beðið eftir því að hitta Heiðu Elísabetu systir og alla hina W00t borða mömmu-mat og slappa af, ætla reyndar líka að slappa af í dag, æðislegt veður og við Natalía æskuvinkona mín ætlum að fá okkur göngu með yngri prinsinn hennar Wink En ég ætla að fara að pakka niður fyrir austur ferð, ganga frá öllum skólabókunum og skoða nýja símann minn Joyful


Próflestur og roadtrip..

Ég verð að viðurkenna að þetta er nú ekki skemmtilegasti tími ársins, þegar allar stundir fara í próflestur.. Mjög gott að hafa Loft heima, hann t.d eldaði ekta mömmumat í gær (lambalæri og brúnaðar Tounge). Annars er nú ekki svo mikið eftir af þessari prófatíð, 9 dagar í síðasta próf hjá mér, verð búin á hádegi 14.maí, fer í vinnuna til 17:30 og svo bara heim að pakka LoL En á fimmtudeginum ætlum við að keyra austur (ekki til að vera í sumar reyndar.. Errm), smá afslöppun bara Wink Þar sem Loftur verður að vinna eitthvað frameftir á þessum fimmtudegi ákvað ég að panta mér klippingu hjá Önnu Kristínu, þannig að þessi dagur getur ekki orðið mikið betri ( klipping, sumarfrí og keyra austur LoL) Við erum að tala um það að flug austur fyrir okkur tvö (báðar leiðir) kostaði rúm 36.þúsund Shocking hefði verið ódýrara að skella sér í helgarferð til London...

Þannig að ég er strax farin að telja niður dagana, bæði í prófalok og austurferð LoL


Höfundur

Helga Ingibjörg Gunnarsdóttir
Helga Ingibjörg Gunnarsdóttir

Ég er 23 ára Norðfirðingur :) Ég er að læra félagsráðgjöf í H.Í og bý með kærastanum mínum, honum Lofti í Reykjavík..

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • .
  • ..
  • P8292126
  • P8292076
  • eg og bon jovi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband