Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
29.9.2008 | 17:11
Gerðist svakalega hratt..
við komum keyrandi upp reykjaveginn á leiðinni heim þegar við sáum að tveir bílar voru stopp hlið við hlið og búið var að bera einn einstakling út úr öðrum bílnum, 30 sek síðar sáum við svo reyk koma upp úr öðrum bílnum og örugglega 3 mín síðar var bíllinn alelda og eldur byrjaður að læðast í hinn bílinn. Það komu háværar sprengingar og fólk safnaðist þarna saman. Nokkrum mín síðar kom svo sjúkrabíll, lögga og slökkviliðið. Það er alveg ótrúlegt hvað það var stuttur tími frá því að það var smá reykur og þangað til bíllinn var alelda og dekkin sprungin. Vegfarendur hlúðu að manninum í grasinu þarna rétt hjá þangað til sjúkrabíll kom..
Eldur í tveimur bifreiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.9.2008 | 21:41
Alvaran tekin við..
Þegar byrjar að rigna í Rvk er komið haust og þá byrjar skólinn. Það er byrjað að rigna í Rvk, það er reyndar nokkuð kósí þar sem við búum í ris-íbúð og það er svona sumarbústaðarfílíngur að heyra rigninguna lemja í þakið Annars erum við búin að vera í 10 daga í 35 stiga hita í New York, frábær ferð fyrir utan smá bólgna löpp hjá mér (að ástæðu lausu) ég var hölt í nokkra daga og með vinstri fót eins og fíll Við versluðum ekkert svakalega mikið, enda dollarinn frekar hár þessa dagana og útsölurnar að klárast. Hver segir svo sem að maður þurfi að eyða endalausum pening þegar maður er í sumarfríi? Afslöppun er nauðsynleg, Loftur er búinn að vera að vinna eins og brjálæðingur í sumar. Þó að Manhattan sé kannski ekki staðurinn sem kemur fyrst upp í hugann þegar maður hugsar um afslöppun þá er voða kósí að vera þar við fórum t.d í nudd, á vaxmyndasafn og í Bronx zoo sem er risa stór dýragarður, á leiðinni þangað komst ég í augnsamband við risa rottu sem var að gæða sér á afgöngum í ruslatunnu, ég kastaði vatnsflösku beint í hausinn á greyinu (óvart) og gekk svo í burtu með gæsahúð niður í tær!! Toppurinn á ferðinni var svo að fara í hestvagni um Central Park á afmælinu mínu, frekar fyndið að vera á hestvagni í umferðinni á Manhattan
Stella Rán var svo elskuleg að klukka mig og ég tek auðvitað þátt í því
Fjögur störf sem ég hef unnið við:
Fjarðarbrauð - afgreiðsla og ýmislegt
Fjarðabyggð - flokkstjóri og yfirflokkstjóri
Félgasþjónusta Kópavogs- liðveisla og persónuleg tilsjón.
Reykjavíkurborg - leiðbeinandi
Fjórar bíómyndir sem ég hef horft oft á:
Pay it forward (klárlega uppáhald)
Borat (var góður, það er best að horfa á grínmyndir með Malla frænda )
Grettir (hef sjaldan hlegið jafn mikið)
Elf (allar jólamyndir eru góðar )
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Sæbakki - Neskaupstað
Árblik - Neskaupstað
Laugateigur - Reykjavík
Heiðargerði- Reykjavík
Fjórir sjóvarpsþættir sem ég horfi á:
Simpsons
Nágrannar
Despó
Grey's Anatomy
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:
Íslenska leiðin, stjórnmálafræði (tilneydd)
Held það séu bara skólabækur (man ekki eftir neinni eins og er allavega)
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Tyrkland
New York
Costa del Sol
Neskaupstaður
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
vísir
mbl
ugla.hi.is
Fernt sem ég held uppá matarkyns:
heimatilbúin pizza hjá mömmu klikkar sko ekki
Lambalæri - sett inn um hádegi
Kjúklingur - sérstaklega kjúklinga baguette (margir sem öfunda mig af því að búa með kokki, hehe)
tertur- fátt betra en jólaboðin hjá Jóhönnu frænku þar sem allir koma með eina sveitta tertu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Tenglar
Vinir
- Sæa
- Rut Grundafjarðarmær :)
- Helga Rósa
- Kalli Bróðir
- Hulda Björk
- Borghildur
- Jóhanna Smára
- Pálína
- Anna Hlíf
- Magna
- Ellen
litlu vinir mínir :)
- Dagur Snær sonur Helgu K og Binna
- Arndís Lilja dóttir Helgu Rósu og Geirs
- Alexander Máni
- Alexandra Ösp
- Finnur Örn sonur Ingibjargar og Ómars
- Hugrún Magnea lítil frænka (dóttir Ísaks og Drafnar)
- Oddrún Eik Dóttir Önnu Hlífar og Bjarka
- Gabríel Ísak og Bjarki Fannar synir Myrru og Hjalta
- Litli Prins Jóhönnu og Willa Litli prins Jóhönnu og Willa
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar