Aðgengi fatlaðra..

Mikið svakalega vona ég að Kompás þátturinn í gær hafi haft áhrif á einhverja búðareigendur.. ''ekki benda á mig'' það á ekki að vera svo mikið mál að hafa aðgengi fyrir fólk í hjólastól. Amma mín er í hjólastól, hún býr reyndar heima á Neskaupstað en hún hefur dvalið í Reykjavík og eins og flestar konur vill hún fara í búðir og versla Wink en það er bara ekkert hlaupið að því að komast í margar búðir, Kringlan og Smáralindin eru þó mjög fín. En þá kemur að öðru.. þegar/ef maður kemst á hjólastólnum inn í búðina, kemst maður þá á milli rekka, án þess að fötin endi á gólfinu? Þar sem ég er að skrifa ritgerð í félagsmálalöggjöf um mannréttindi þá fór ég að hugsa í gær á meðan ég horfði á Kompás hvort það séu ekki bara mannréttindabrot að fólk sem noti hjólastóla komist ekki í búðir eins og aðrir, eða til heimilislæknis? Ísland best í heimi (fyrir flesta). Það er alveg ótrúlega margt sem má bæta í málefnum fatlaðra..

En annars var síðasta helgi fin, Loftur var í fríi !! Á laugardaginn fórum við í Smáralindina í fata- og fermingargjafaleiðangur. Á sunnudeginum fórum við svo í fermingu upp í Grímsnes. Svakalega gaman að hitta alla ættingjana sem maður hefur ekki hitt í 10 ár eða svo.. Blush ég var ekki búin að sjá langömmu síðan ég var krakki. Svo var auðvitað gaman að hitta Malla, Sigrúnu og co og alla að austan. Kræsingarnar voru þvílíkar en toppurinn á deginum fyrir Dísu (fermingarbarnið) var þegar hún fékk óvænta fermingargjöf, en þá kom Jónsi fram á sviðið og söng með henni og fyrir hana nokkur lög og sló algjörlega í gegn í veislunni, hann settist svo hjá okkur og svaraði þolinmóður ca 100 spurningum hjá yngstu gestum veislunnar LoL  En náði nú eitthvað að ræða við Sigrúnu systir sína og frænkur sínar LoL hér kemur svo ein mynd úr veislunni: jónsi, fermingarbarnið og hekla

Jónsi, Dísa og Hekla Liv


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga Ingibjörg Gunnarsdóttir
Helga Ingibjörg Gunnarsdóttir

Ég er 23 ára Norðfirðingur :) Ég er að læra félagsráðgjöf í H.Í og bý með kærastanum mínum, honum Lofti í Reykjavík..

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • .
  • ..
  • P8292126
  • P8292076
  • eg og bon jovi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband