Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Hún litla systir mín..

Helena ''litla'' systir mín fékk núna í morgun bjartsýnisverðlaun Stulla en það eru verðlaun sem eru veitt á hverju ári í barnaskólanum heima, það er mikill heiður að fá þessi verðlaun og er þetta alltaf mjög skemmtileg og tilfinningaþrungin athöfn. Til hamingju Helena mín Wink

Tekið af heimasíðu Nesskóla: www.nesskoli.is

Í morgun voru bjartsýnisverðlaun Stulla afhent. Verðlaunin að þessu sinni hlaut Helena Kristín Gunnarsdóttir nemandi í 10. EÞK. Helena er vel að þessum verðlaunum komin. Hún er nemandi sem leggur sig alltaf 100% í öll verkefni, hún er mjög hjálpsöm við aðra, er góð fyrirmynd í íþróttum og er m.a. í unglingalandsliðinu í blaki. Foreldrum var að þessu sinni boðið að vera viðstaddir verlaunaafhendinguna, gaman var að sjá að móðir Helenu var viðstödd. Undrunin þegar tilkynnt var um verðalunahafann minnti á Óskarsverðlaunaafhendinguna, eða eins og sagt er stundum: Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Verðlaunin eru nú afhent í sjöunda sinn en til þeirra var stofnað af heiðurshjónunum og kennurunum Grími Magnússyni og Sybillu Guðmundsdóttur. Verðlaunin eru til minningar um Sturlaug Einar Ásgeirsson sem var hér nemandi en lést úr taugasjúkdómi árið 2001. Stulli eins og hann var alltaf kallaður er einn eftirminnilegasti nemandi skólans, þrátt fyrir erfið veikindi var hann æðrulaus, glaðlyndur og alltaf bjartsýnn.

Helena


of langt gengið!

Ég verð að viðurkenna að ég var sammála vörubílstjórunum í byrjun, eldsneyti er of hátt á Íslandi (sá samt þegar við Loftur vorum í Tyrklandi í sumar að bensínverðið þar er svipað og hér) Woundering 

En núna er þetta of langt gengið.. Þessi maður sem kasti gróti í lögguna gerði það auðvitað á eigin ábyrgð en auðvitað fá ''vörubílstjórar'' stimpil á sig fyrir þennan verknað. Við Íslendingar erum jú mjög fljót að stimpla heilu hópana..

Of mikið fyrir minn smekk Pouty


mbl.is Lögreglumaður á slysadeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draupnir er snillingur!!!

Ég vissi ekki hvert ég ætlaði þegar ég sá þetta myndband LoL held að Draupnir sé með þeim hressari sem ég hef hitt. Held að hann sé alveg að bjarga þessu myndbandi, lagið er fínt en hann er að gera það frábært Wink
mbl.is „Fyndnasta og skemmtilegasta Eurovision myndbandið "
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðgengi fatlaðra..

Mikið svakalega vona ég að Kompás þátturinn í gær hafi haft áhrif á einhverja búðareigendur.. ''ekki benda á mig'' það á ekki að vera svo mikið mál að hafa aðgengi fyrir fólk í hjólastól. Amma mín er í hjólastól, hún býr reyndar heima á Neskaupstað en hún hefur dvalið í Reykjavík og eins og flestar konur vill hún fara í búðir og versla Wink en það er bara ekkert hlaupið að því að komast í margar búðir, Kringlan og Smáralindin eru þó mjög fín. En þá kemur að öðru.. þegar/ef maður kemst á hjólastólnum inn í búðina, kemst maður þá á milli rekka, án þess að fötin endi á gólfinu? Þar sem ég er að skrifa ritgerð í félagsmálalöggjöf um mannréttindi þá fór ég að hugsa í gær á meðan ég horfði á Kompás hvort það séu ekki bara mannréttindabrot að fólk sem noti hjólastóla komist ekki í búðir eins og aðrir, eða til heimilislæknis? Ísland best í heimi (fyrir flesta). Það er alveg ótrúlega margt sem má bæta í málefnum fatlaðra..

En annars var síðasta helgi fin, Loftur var í fríi !! Á laugardaginn fórum við í Smáralindina í fata- og fermingargjafaleiðangur. Á sunnudeginum fórum við svo í fermingu upp í Grímsnes. Svakalega gaman að hitta alla ættingjana sem maður hefur ekki hitt í 10 ár eða svo.. Blush ég var ekki búin að sjá langömmu síðan ég var krakki. Svo var auðvitað gaman að hitta Malla, Sigrúnu og co og alla að austan. Kræsingarnar voru þvílíkar en toppurinn á deginum fyrir Dísu (fermingarbarnið) var þegar hún fékk óvænta fermingargjöf, en þá kom Jónsi fram á sviðið og söng með henni og fyrir hana nokkur lög og sló algjörlega í gegn í veislunni, hann settist svo hjá okkur og svaraði þolinmóður ca 100 spurningum hjá yngstu gestum veislunnar LoL  En náði nú eitthvað að ræða við Sigrúnu systir sína og frænkur sínar LoL hér kemur svo ein mynd úr veislunni: jónsi, fermingarbarnið og hekla

Jónsi, Dísa og Hekla Liv


1.apríl

Ég er ekki frá því að fólk sé búið að vera að reyna að gabba mig í allan dag, mig langar rosalega að fara niður á bryggju og fylgjast með öllu fólkinu sem fer að skoða snekkjuna hans Saddam Hussein LoL Mér finnst svona saklaust grín í góðu lagi , en sumir fara nú yfir strikið..

En annars var helgin fín, fórum á leik með Þrótti- HK á föstudagskvöld og var hann svakalega spennandi, Hk var komin í 2-0 þegar okkar stúlkur tóku sig á og unnu leikinn, en ekki hvað! Fengu svo bikarinn langþráða Cool Á laugardeginum fór ég svo ein á leikinn þar sem Loftur var að vinna og þróttar stúlkur unnu HK aftur, frábært að fylgjast með þeim. Við erum jú bæði með reynslubolta og svo ungar stelpur, held að það séu bara þrjár sem séu eldri en 20 ára og Jóna Guðlaug er með  þeim eldri LoL

Á laugardagskvöldið fór ég svo með Þrótti á lokahóp Blí og var það bara svaka stuð, lið ársins í 1.deild kvenna voru bara frá Þrótti Nes og ég er ekki viss um að það hafi gerst oft áður, að allt lið ársins komi frá sama félaginu.. Jóna Guðlaug fékk 4 bikara og Bobba 2, Kristín Salín 1 og Erla Rán 1 og svo Abostolov 1 Wink þemað var hattar og höfuðfat og við vorum með kórónur 123

 

 

 

 

 

 

Sunnudagurinn fór svo í rólegheit þar sem ég var að kafna úr kvefi.

Núna er það svo bara lærdómur og páskaegg, það má þótt páskarnir séu búnir Wink

páskaeggið


Höfundur

Helga Ingibjörg Gunnarsdóttir
Helga Ingibjörg Gunnarsdóttir

Ég er 23 ára Norðfirðingur :) Ég er að læra félagsráðgjöf í H.Í og bý með kærastanum mínum, honum Lofti í Reykjavík..

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • .
  • ..
  • P8292126
  • P8292076
  • eg og bon jovi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband