Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
26.6.2008 | 13:59
Hagkaup Holtagörðum..
Nú versla ég nánast alltaf í Bónus í Holtagörðum, þar sem það er jú lágvöruverslun en þar er ekkert endilega allt til, ekkert mál, þá fer maður yfir í Hagkaup í Holtagörðum og kaupir það sem ekki var til hinumegin. Ég á samt næst eftir að fara í einhverja aðra Bónus búð, verðmerkingar í Hagkaup í Holtagörðum eru eiginlega aldrei réttar Verðmiðinn er nógu hár en svo er maður látinn borga miklu meira, hef sem dæmi 3 sinnum í þessum mánuði sagt krökkunum á kassanum að baguette brauðin séu með vitlausu verði... ótrúlega pirrandi alveg. Þjónustulundin er heldur ekkert svakalega mikil í Hagkaup Holtagörðum.. miklu meiri í Bónus!
Annars er ég í fríi í dag, ekkert hjá féló í dag og krakkarnir mínir (í vinnuskólanum) voru á námskeiði og ég fékk bara frí, vissi reyndar ekki alveg hvað ég átti að gera af mér, kíkti í Ikea, rúmfó, fór í smá sólbað og kíkti svo í vinnuna til Lofts, nú er hann búinn að vinna hjá veisluréttum í 4 mánuði og ég hafði aldrei hitt kokkana sem hann er að vinna með, hafði 2 x komið inn í Múlakaffi en aldrei skoðað eldhúsið og svona, þetta var bara mjög fínt. Kokkarnir fengu svo staðfestingu á að ég væri til, haha ekki bara einhver kærasta sem Loftur talaði um en enginn hefði séð
En svo styttist í að Loftur fari á Hestamannamótið (veður þar í viku að vinna) og að ég fari norður í bústað með fjölskyldunni, get ekki beðið að komast aðeins frá brjálæðinu í Reykjavík og slappa af í bústað, vonandi bara að Loftur nái að koma og vera í nokkra daga með okkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2008 | 19:48
Að verða fullorðin..
Tvær æskuvinkonur mínar eru búnar að gifta sig á þessu ári, fyrst Helga Kristín (en við vorum eins og samlokur í mörg mörg ár) og svo Natalía (kynntumst örugglega 2 ára). En við semsagt vorum í brúðkaupi hjá Natalíu núna á laugardaginn, mikið svakalega var athöfinin falleg, veðrið æðislegt og maturinn frábær, Natalía var eins og prinsessa, strákarnir hennar tveir algjörir englar og allt heppnaðist hrikalega vel og það besta var að hann Loftur minn var í fríi Þetta var ekki alveg brúðkaup eins og flestir hafa farið í, en þau skötuhjú eru ásartrúar og var athöfnin því ekki haldin í kirkju. Jónína alsherjagoði (sem kenndi okkur teikningu í den) gaf þau saman undir berum himni, enda var veðrið æðislegt og kyrrðin algjör þarna í Hvalfirðinum. Mikið svakalega var gott að komast aðeins í burtu frá sírenuvæli og umferð
Bróðir minn var að útskrifast úr Háskólanum á Akureyri með B.A í sálfræði núna á laugardaginn. Meðan ég var að skrifa þetta var svo Heiða Elísabet litla systir mín að adda mér á msn, mér finnst hún hafa fæðst í fyrra en hún er fædd árið 2000, það eru semsagt allir að verða fullorðnir í kringum mig.. Veit ekki alveg hvað ég get gert til að finnast ég vera fullorðin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.6.2008 | 21:58
Byrjuð að vinna..
Já ég er loksins byrjuð að vinna, eða allavega byrjuð á námskeiðum. Það dugar ekkert minna en viku skóli í MH frá 8-16 í sálfræði og skyndihjálp og ýmsu öðru þegar þú ætlar að vera flokkstjóri í unglingavinnunni í Rvk.. mörg áhugaverð námskeið reyndar.. svo er ég líka að vinna hjá féló í kópavogi eins og ég hef gert í vetur.
Eftir að ég kom að austan var ég að hangsa í viku (vann í 2 daga) og upplifði jarðskjálftann, Loftur er frekar mikið að vinna þannig að þetta var pínu skrýtið, spurning hvort ég kunni ekki að vera ein í fríi, hefði alveg viljað hafa Loft eða systur mínar í fríi með mér, en ég lifði þetta af Loftur var svo í fríi um helgina og við skelltum okkur í kringluna, Bláa Lónið (kostaði btw 2300 kr á mann ofan í) svo fórum við á afmælishátíð hjá Hafnarfirði á sjómannadaginn. Ég verð að viðurkenna að það var pínu skrýtið að vera ekki heima á sjómannadaginn, fara ekki út á sjó með afa og fara ekki til ömmu í hangikjöt.. en við semsagt fórum á afmælishátíðina og fengum okkur kökuna frægu (sem var einhverjir metrar), Jónsi sá um fjörið og stóð sig auðvitað mjög vel, við hittum hann svo eftir þetta og smelltum afmæliskoss á hann en kappinn varð 31 árs Ég hugsaði með mér þegar við löbbuðum í burtu að bílnum og Jónsi átti eftir að árita um 50 hendur og blöð og láta taka álíka margar myndir af sér hvað maður þarf örugglega svakalega þolinmæði til að höndla það að vera frægur.
Svo byrja krakkarnir í unglingavinnunni á mánudaginn ég verð með Laugardalinn og ég hlakka bara til að sjá þau, þekki ekki einn ungling hérna í hverfinu enda er þetta aðeins öðruvísi en heima, þar sem allir þekkja alla, æ það er voða nice
Ætla svo að enda þetta á youtube myndbandi sem ég stal hjá Fanný bloggvinkonu minni
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Vinir
- Sæa
- Rut Grundafjarðarmær :)
- Helga Rósa
- Kalli Bróðir
- Hulda Björk
- Borghildur
- Jóhanna Smára
- Pálína
- Anna Hlíf
- Magna
- Ellen
litlu vinir mínir :)
- Dagur Snær sonur Helgu K og Binna
- Arndís Lilja dóttir Helgu Rósu og Geirs
- Alexander Máni
- Alexandra Ösp
- Finnur Örn sonur Ingibjargar og Ómars
- Hugrún Magnea lítil frænka (dóttir Ísaks og Drafnar)
- Oddrún Eik Dóttir Önnu Hlífar og Bjarka
- Gabríel Ísak og Bjarki Fannar synir Myrru og Hjalta
- Litli Prins Jóhönnu og Willa Litli prins Jóhönnu og Willa
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar