23.3.2009 | 16:18
Miglena best
Það er búið að vera alveg frábært að fylgjast með þrótti í vetur, ég hef mætt á alla leiki í bænum og maður sér mun leik frá leik. Ég held að ég sé ekki að ljúga neinu þegar ég skrifa að Miglena sé sú eina í liðinu sem er fædd fyrir 1990 samt urðu þær í 2.sæti í deildinni. Svakalega efnilegt ungt lið.
Miglena er sko löngu búin að sanna sig, hún er alveg ótrúlega góð, sama þó hún sé meidd, hún skilar alltaf sínu.
Helena litla systir var svo valin efnilegust í 1.deild kvenna (og er ekki ánægð að ég sé að ''auglýsa'' það
Miglena, Masayuki og Piotr best í blakinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2009 | 13:32
Almenn leti..
Jæja komið nýtt ár og ekki seinna vænna að henda inn einu bloggi. Erum búin að hafa það svakalega gott yfir jólin og ég er í jólafríi til 17.janúar... Loftur var bara í fríi á aðfangadag og jóladag og ég er því ekki búin að sjá hann síðan í fyrra eins og Heiða systir mundi orða það. Við fengum alveg frábærar gjafir í jólagjöf og borðuðum og slöppuðum af og nutum þess að vera í kyrrðinni hérna í firðinum fagra
Ég ætla svo að fara suður á fimmtudaginn, er að fara í læknastúss á föstudaginn. En hef svo 9 daga til að gera ekkert áður en skólinn byrjar, kannski maður kíki á útsölurnar, þar sem við eigum bæði gjafakort í Kringluna og Smáralindina.. Spurning hversu spenntur Loftur er fyrir því
Svo er stundaskráin komin inn fyrir vorönnina, skóli á miðvikudögum frá 10-14 og fimmtudögum frá 10-12:20, vinna hjá féló 1-2 í viku og svo er það bara B.A skrif.. úff ég sem var að byrja í háskólanum!
En jæja ætla að fara að labba úti í snjónum :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.10.2008 | 18:59
sund léttir lund.. eða hvað?
Var ekki alltaf verið að tala um að sund eigi að létta fólki lundina? Ég nenni sko ekki í sund í laugardagslauginni þessa daganna þar sem að eina umræðuefnið er kreppan, fólk að rífast um hver gerði hvað og hverjum sé hægt að kenna um..
Annars gengur skólinn bara vel, prófin verða frá 4. des - 15.des og ég er alveg svakalega sátt við það, ég hef alltaf verið búin í kringum 22.des. Við eigum reyndar ekki flug fyrr en 22.des þar sem Loftur er að vinna.. Ég ætla bara að njóta þess að vera í fríi, pakka inn gjöfunum og skrifa jólakort og svona Jóladótið er byrjað að koma í Hagkaup og rúmfó og fleiri búðir, ekki seinna vænna það er komin október
Svo átti mamma afmæli í gær, 45 ára. Hún bauð fjölskyldunni í smá boð um helgina og mikið svaaaakalega langaði mig að vera heima þá.. Kökur, tertur, heitir og kaldir réttir hertóku borðin eins og svo oft áður
En er ekki málið að fara að horfa á dr.Phil og fá sér eitthvað að borða til að hafa orku í að læra í kvöld..
-- Helga Ingibjörg - - facebook fíkill..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.9.2008 | 17:11
Gerðist svakalega hratt..
við komum keyrandi upp reykjaveginn á leiðinni heim þegar við sáum að tveir bílar voru stopp hlið við hlið og búið var að bera einn einstakling út úr öðrum bílnum, 30 sek síðar sáum við svo reyk koma upp úr öðrum bílnum og örugglega 3 mín síðar var bíllinn alelda og eldur byrjaður að læðast í hinn bílinn. Það komu háværar sprengingar og fólk safnaðist þarna saman. Nokkrum mín síðar kom svo sjúkrabíll, lögga og slökkviliðið. Það er alveg ótrúlegt hvað það var stuttur tími frá því að það var smá reykur og þangað til bíllinn var alelda og dekkin sprungin. Vegfarendur hlúðu að manninum í grasinu þarna rétt hjá þangað til sjúkrabíll kom..
Eldur í tveimur bifreiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.9.2008 | 21:41
Alvaran tekin við..
Þegar byrjar að rigna í Rvk er komið haust og þá byrjar skólinn. Það er byrjað að rigna í Rvk, það er reyndar nokkuð kósí þar sem við búum í ris-íbúð og það er svona sumarbústaðarfílíngur að heyra rigninguna lemja í þakið Annars erum við búin að vera í 10 daga í 35 stiga hita í New York, frábær ferð fyrir utan smá bólgna löpp hjá mér (að ástæðu lausu) ég var hölt í nokkra daga og með vinstri fót eins og fíll Við versluðum ekkert svakalega mikið, enda dollarinn frekar hár þessa dagana og útsölurnar að klárast. Hver segir svo sem að maður þurfi að eyða endalausum pening þegar maður er í sumarfríi? Afslöppun er nauðsynleg, Loftur er búinn að vera að vinna eins og brjálæðingur í sumar. Þó að Manhattan sé kannski ekki staðurinn sem kemur fyrst upp í hugann þegar maður hugsar um afslöppun þá er voða kósí að vera þar við fórum t.d í nudd, á vaxmyndasafn og í Bronx zoo sem er risa stór dýragarður, á leiðinni þangað komst ég í augnsamband við risa rottu sem var að gæða sér á afgöngum í ruslatunnu, ég kastaði vatnsflösku beint í hausinn á greyinu (óvart) og gekk svo í burtu með gæsahúð niður í tær!! Toppurinn á ferðinni var svo að fara í hestvagni um Central Park á afmælinu mínu, frekar fyndið að vera á hestvagni í umferðinni á Manhattan
Stella Rán var svo elskuleg að klukka mig og ég tek auðvitað þátt í því
Fjögur störf sem ég hef unnið við:
Fjarðarbrauð - afgreiðsla og ýmislegt
Fjarðabyggð - flokkstjóri og yfirflokkstjóri
Félgasþjónusta Kópavogs- liðveisla og persónuleg tilsjón.
Reykjavíkurborg - leiðbeinandi
Fjórar bíómyndir sem ég hef horft oft á:
Pay it forward (klárlega uppáhald)
Borat (var góður, það er best að horfa á grínmyndir með Malla frænda )
Grettir (hef sjaldan hlegið jafn mikið)
Elf (allar jólamyndir eru góðar )
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Sæbakki - Neskaupstað
Árblik - Neskaupstað
Laugateigur - Reykjavík
Heiðargerði- Reykjavík
Fjórir sjóvarpsþættir sem ég horfi á:
Simpsons
Nágrannar
Despó
Grey's Anatomy
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:
Íslenska leiðin, stjórnmálafræði (tilneydd)
Held það séu bara skólabækur (man ekki eftir neinni eins og er allavega)
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Tyrkland
New York
Costa del Sol
Neskaupstaður
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
vísir
mbl
ugla.hi.is
Fernt sem ég held uppá matarkyns:
heimatilbúin pizza hjá mömmu klikkar sko ekki
Lambalæri - sett inn um hádegi
Kjúklingur - sérstaklega kjúklinga baguette (margir sem öfunda mig af því að búa með kokki, hehe)
tertur- fátt betra en jólaboðin hjá Jóhönnu frænku þar sem allir koma með eina sveitta tertu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.8.2008 | 17:04
stjórnmálafræði..
Stjórnmálafræði er sko klárlega ekki mitt fag! Var að koma úr stjórnmálafræðipróf, held að mér hafi gengið ágætlega (vona það allavega). Frekar fyndið hvað prófdómararnir voru spenntir yfir handboltaleiknum (skil það reyndar vel) en þau skrifuðu stöðuna á töfluna og voru alveg að tapa sér á lokasprettinum Ótrúlega gott að vera komin í smá sumarfrí ótrúlegt en satt þá er Loftur líka komin í sumarfrí og við erum að fara til New York núna á mánudaginn jeijj..
Annars er sumarið búið að vera nokkuð fljótt að líða, reyndar búin að fara alltof lítið austur og Loftur aldrei. Við erum nú reyndar búin að gera eitt og annað í sumar, fórum t.d í berjamó um daginn, smá kyrrð og æðislegt veður!
Ekkert betra en að vera komin í sumarfrí á föstudegi, grenjandi rigning og ég þarf ekkert að gera nema að hlamma mér í sófann og bíða eftir Helenu systir, en hún er að koma á landsliðsæfingar um helgina nema maður fari bara að pakka niður fyrir New York
kveðja
Helga Ingibjörg (sem á afmæli eftir viku)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.7.2008 | 16:33
sumar í rvk
Þetta er fyrsta sumarið mitt í Reykjavík og fyrsta sumarið mitt þar sem ég er ekki heima á Neskaupstað... sem betur fer er sumarið búið að vera í Rvk, sólin allavega ég skellti mér í sumarbústað á Akureyri í nokkra daga með mömmu, pabba og stelpunum og það var bara nice, Loftur komst reyndar ekki með.. Svo erum við búin að fara í staffapartý með vinnunni hans Lofts, ég er búin að vera að vinna í vinnuskólanum og eitthvað smá hjá féló og ótrúlegt en satt þá er ég komin með pínu lit af allri sólinni , svo er ég komin með facebook síðu eins og flestir í kvöld er svo grillpartý með öllum í götunni (eins og þegar ég bjó á Sæbakkanum í den ) gaman að sjá nágrannana, því þetta er sko ekki eins og heima þar sem maður veit nákvæmlega hver býr í hvaða húsi ;)
En svo eru bara 38 DAGAR í NEW YORK , við getum varla beðið!
En hafið það gott í sumar - Helga Ingibj.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2008 | 13:59
Hagkaup Holtagörðum..
Nú versla ég nánast alltaf í Bónus í Holtagörðum, þar sem það er jú lágvöruverslun en þar er ekkert endilega allt til, ekkert mál, þá fer maður yfir í Hagkaup í Holtagörðum og kaupir það sem ekki var til hinumegin. Ég á samt næst eftir að fara í einhverja aðra Bónus búð, verðmerkingar í Hagkaup í Holtagörðum eru eiginlega aldrei réttar Verðmiðinn er nógu hár en svo er maður látinn borga miklu meira, hef sem dæmi 3 sinnum í þessum mánuði sagt krökkunum á kassanum að baguette brauðin séu með vitlausu verði... ótrúlega pirrandi alveg. Þjónustulundin er heldur ekkert svakalega mikil í Hagkaup Holtagörðum.. miklu meiri í Bónus!
Annars er ég í fríi í dag, ekkert hjá féló í dag og krakkarnir mínir (í vinnuskólanum) voru á námskeiði og ég fékk bara frí, vissi reyndar ekki alveg hvað ég átti að gera af mér, kíkti í Ikea, rúmfó, fór í smá sólbað og kíkti svo í vinnuna til Lofts, nú er hann búinn að vinna hjá veisluréttum í 4 mánuði og ég hafði aldrei hitt kokkana sem hann er að vinna með, hafði 2 x komið inn í Múlakaffi en aldrei skoðað eldhúsið og svona, þetta var bara mjög fínt. Kokkarnir fengu svo staðfestingu á að ég væri til, haha ekki bara einhver kærasta sem Loftur talaði um en enginn hefði séð
En svo styttist í að Loftur fari á Hestamannamótið (veður þar í viku að vinna) og að ég fari norður í bústað með fjölskyldunni, get ekki beðið að komast aðeins frá brjálæðinu í Reykjavík og slappa af í bústað, vonandi bara að Loftur nái að koma og vera í nokkra daga með okkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2008 | 19:48
Að verða fullorðin..
Tvær æskuvinkonur mínar eru búnar að gifta sig á þessu ári, fyrst Helga Kristín (en við vorum eins og samlokur í mörg mörg ár) og svo Natalía (kynntumst örugglega 2 ára). En við semsagt vorum í brúðkaupi hjá Natalíu núna á laugardaginn, mikið svakalega var athöfinin falleg, veðrið æðislegt og maturinn frábær, Natalía var eins og prinsessa, strákarnir hennar tveir algjörir englar og allt heppnaðist hrikalega vel og það besta var að hann Loftur minn var í fríi Þetta var ekki alveg brúðkaup eins og flestir hafa farið í, en þau skötuhjú eru ásartrúar og var athöfnin því ekki haldin í kirkju. Jónína alsherjagoði (sem kenndi okkur teikningu í den) gaf þau saman undir berum himni, enda var veðrið æðislegt og kyrrðin algjör þarna í Hvalfirðinum. Mikið svakalega var gott að komast aðeins í burtu frá sírenuvæli og umferð
Bróðir minn var að útskrifast úr Háskólanum á Akureyri með B.A í sálfræði núna á laugardaginn. Meðan ég var að skrifa þetta var svo Heiða Elísabet litla systir mín að adda mér á msn, mér finnst hún hafa fæðst í fyrra en hún er fædd árið 2000, það eru semsagt allir að verða fullorðnir í kringum mig.. Veit ekki alveg hvað ég get gert til að finnast ég vera fullorðin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.6.2008 | 21:58
Byrjuð að vinna..
Já ég er loksins byrjuð að vinna, eða allavega byrjuð á námskeiðum. Það dugar ekkert minna en viku skóli í MH frá 8-16 í sálfræði og skyndihjálp og ýmsu öðru þegar þú ætlar að vera flokkstjóri í unglingavinnunni í Rvk.. mörg áhugaverð námskeið reyndar.. svo er ég líka að vinna hjá féló í kópavogi eins og ég hef gert í vetur.
Eftir að ég kom að austan var ég að hangsa í viku (vann í 2 daga) og upplifði jarðskjálftann, Loftur er frekar mikið að vinna þannig að þetta var pínu skrýtið, spurning hvort ég kunni ekki að vera ein í fríi, hefði alveg viljað hafa Loft eða systur mínar í fríi með mér, en ég lifði þetta af Loftur var svo í fríi um helgina og við skelltum okkur í kringluna, Bláa Lónið (kostaði btw 2300 kr á mann ofan í) svo fórum við á afmælishátíð hjá Hafnarfirði á sjómannadaginn. Ég verð að viðurkenna að það var pínu skrýtið að vera ekki heima á sjómannadaginn, fara ekki út á sjó með afa og fara ekki til ömmu í hangikjöt.. en við semsagt fórum á afmælishátíðina og fengum okkur kökuna frægu (sem var einhverjir metrar), Jónsi sá um fjörið og stóð sig auðvitað mjög vel, við hittum hann svo eftir þetta og smelltum afmæliskoss á hann en kappinn varð 31 árs Ég hugsaði með mér þegar við löbbuðum í burtu að bílnum og Jónsi átti eftir að árita um 50 hendur og blöð og láta taka álíka margar myndir af sér hvað maður þarf örugglega svakalega þolinmæði til að höndla það að vera frægur.
Svo byrja krakkarnir í unglingavinnunni á mánudaginn ég verð með Laugardalinn og ég hlakka bara til að sjá þau, þekki ekki einn ungling hérna í hverfinu enda er þetta aðeins öðruvísi en heima, þar sem allir þekkja alla, æ það er voða nice
Ætla svo að enda þetta á youtube myndbandi sem ég stal hjá Fanný bloggvinkonu minni
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Vinir
- Sæa
- Rut Grundafjarðarmær :)
- Helga Rósa
- Kalli Bróðir
- Hulda Björk
- Borghildur
- Jóhanna Smára
- Pálína
- Anna Hlíf
- Magna
- Ellen
litlu vinir mínir :)
- Dagur Snær sonur Helgu K og Binna
- Arndís Lilja dóttir Helgu Rósu og Geirs
- Alexander Máni
- Alexandra Ösp
- Finnur Örn sonur Ingibjargar og Ómars
- Hugrún Magnea lítil frænka (dóttir Ísaks og Drafnar)
- Oddrún Eik Dóttir Önnu Hlífar og Bjarka
- Gabríel Ísak og Bjarki Fannar synir Myrru og Hjalta
- Litli Prins Jóhönnu og Willa Litli prins Jóhönnu og Willa
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar